Parallel er ráðgjafi fyrirtækja í stafrænni vegferð
Við sérhæfum okkur í greiningu og stjórnun stafrænna verkefna, innleiðingu nýrra verkferla og stefnumótun fyrir stafræna umbreytingu
Árangur með forgangsröðun og verkefnavali
Aukin áhersla á hraða, góða og sjálfvirka þjónustu sem og krafa um óaðfinnanlega notendaupplifun veldur því að fyrirtæki og stofnanir geta markað sér sérstöðu í gegnum stafrænar lausnir. Til að fjárfestingin skili sér bæði til viðskiptavina og notenda aðstoðar Parallel fyrirtæki við að greina tækifærin með tilliti til ávinnings og kostnaðar.
Verkefnastýring sem eykur framleiðni
Til þess að auka framleiðni og nýsköpun í þjónustuframboði verða fyrirtæki að breyta skipulagi við gerð stafrænna ferla. Parallel hefur sérhæft sig í aðferðafræði sem skilar meiri framleiðni og lágmarkar sóun í verkefnavinnu. Ákvörðunartökuferli, skilvirkara skipulag og endurgjöf eru meðal þess sem hefur skilað viðskiptavinum okkar árangri.
Stafræn stefnumótun til framtíðar
Skilningur á stafrænum viðskiptum er grundvöllur árangursríkrar stefnu fyrir öll stærri fyrirtæki í dag. Teymi Parallel hefur reynslu af stafrænni umbreytingu fyrirtækja í fremstu röð og nýsköpun með alþjóðlegri skírskotun. Samanlögð reynsla og framúrstefnuleg framtíðarsýn gerir okkur kleift að tryggja að stefna fyrirtækja festi sig í sessi.

Þórhildur
Gunnarsdóttir
Þórhildur er eigandi og ráðgjafi hjá Parallel. Hún er menntaður verkfræðingur frá Technische Unversität í Berlin og hefur viðamikla þekkingu og reynslu í innleiðingu stafrænna ferla hjá fyrirtækjum. Hún hefur 10 ára reynslu af UT á íslenskum markaði en þar á meðal tók hún þátt í stafrænni vegferð Arion banka.

Arndís
Thorarensen
Arndís er eigandi og ráðgjafi hjá Parallel. Hún hefur umfangsmikla reynslu af stafrænni sókn fyrirtækja, rekstri og fyrirtækjaráðgjöf. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Lifandi markaðar, sem forstöðumaður hjá Beringer Finance og síðast sem verkefnastjóri hjá Arion banka. Arndís er stærðfræðingur með MBA gráðu.

Jökull
Sólberg
Jökull er ráðgjafi hjá Parallel. Hann er stofnandi og fyrrum forstjóri Takumi. Þar áður starfaði hann sem vörustjóri hjá leikjafyrirtækinu QuizUp. Jökull hefur víðtæka reynslu af forritun, stafrænni vörustjórn og frumkvöðlastarfsemi.