Parallel er ráðgjafifyrirtækja ístafrænni vegferð
Við sérhæfum okkur í greiningu og stjórnun stafrænna verkefna, innleiðingu nýrra verkferla og stefnumótun fyrir stafræna umbreytingu
Árangur með forgangsröðun og verkefnavali
Aukin áhersla á hraða, góða og sjálfvirka þjónustu sem og krafa um óaðfinnanlega notendaupplifun veldur því að fyrirtæki og stofnanir geta markað sér sérstöðu í gegnum stafrænar lausnir. Til að fjárfestingin skili sér bæði til viðskiptavina og notenda aðstoðar Parallel fyrirtæki við að greina tækifærin með tilliti til ávinnings og kostnaðar.
Verkefnastýring sem eykur framleiðni
Til þess að auka framleiðni og nýsköpun í þjónustuframboði verða fyrirtæki að breyta skipulagi við gerð stafrænna ferla. Parallel hefur sérhæft sig í aðferðafræði sem skilar meiri framleiðni og lágmarkar sóun í verkefnavinnu. Ákvörðunartökuferli, skilvirkara skipulag og endurgjöf eru meðal þess sem hefur skilað viðskiptavinum okkar árangri.
Stafræn stefnumótun til framtíðar
Skilningur á stafrænum viðskiptum er grundvöllur árangursríkrar stefnu fyrir öll stærri fyrirtæki í dag. Teymi Parallel hefur reynslu af stafrænni umbreytingu fyrirtækja í fremstu röð og nýsköpun með alþjóðlegri skírskotun. Samanlögð reynsla og framúrstefnuleg framtíðarsýn gerir okkur kleift að tryggja að stefna fyrirtækja festi sig í sessi.

Þórhildur
Gunnarsdóttir
Þórhildur er eigandi og ráðgjafi hjá Parallel. Hún er menntaður verkfræðingur frá Technische Unversität í Berlin og hefur viðamikla þekkingu og reynslu í innleiðingu stafrænna ferla hjá fyrirtækjum. Hún hefur 10 ára reynslu af UT á íslenskum markaði en þar á meðal tók hún þátt í stafrænni vegferð Arion banka.

Arndís
Thorarensen
Arndís er eigandi og ráðgjafi hjá Parallel. Hún hefur umfangsmikla reynslu af stafrænni sókn fyrirtækja, rekstri og fyrirtækjaráðgjöf. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Lifandi markaðar, sem forstöðumaður hjá Beringer Finance og síðast sem verkefnastjóri hjá Arion banka. Arndís er stærðfræðingur með MBA gráðu.

Linda
Lyngmo
Linda er ráðgjafi hjá Parallel. Hún lauk nýverið námi í stjórnun við IESE Business School í New York og er með BSc í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Linda hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar en einnig býr hún yfir reynslu í upplýsingatækni þá sérstaklega í stafrænni vöruþróun. Hún starfaði hjá Íslandsbanka sl. 10 ár og tók meðal annars þátt í stafrænni vegferð bankans
Penninn, púðinn og kubbarnir
Lesa greinUmmæli viðskiptavina
„Íslandsbanki leggur mikla áherslu á að vera númer eitt í þjónustu og er mikið í mun að tryggja að þarfir viðskiptavinarins séu ávallt í brennidepli. Parallel komu inn í bankann haustið 2018 og veittu okkur ráðgjöf við innleiðingu fastmótaðs verkefnaskipulags með að það að markmiði að gefa út virðisaukandi lausnir til viðskiptavina hraðar. Hugmyndafræði verkefnaskipulagsins byggir m.a. á þverfaglegum teymum og skilvirku ákvarðanatökuferli sem aftur styður við umbreytingaferli og aukin afköst. Samstarfið við Parallel var mjög ánægjulegt og skilaði sér tvímælalaust í hraðari framkvæmd upplýsingatækniverkefna, aukinni skilvirkni og síðast en ekki síst betri og hraðari þjónustu til viðskiptavina Íslandsbanka.”

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
„Icelandair fékk Parallel til aðstoðar við að móta og keyra fyrsta verkefni verkefnahraðals fyrirtækisins. Jafnframt studdi Parallel við þróun aðferðafræði sem fyrirtækið beitir við stjórnun þverfaglegra verkefna. Störf og aðkoma Parallel var bæði fagleg og skilvirk. Sérstaklega ber að nefna sterkt framlag Parallel til skilvirkra ákvörðunartökufunda sem eru fastskorðaðir, kjarnaðir og vel undirbúnir sem og þjálfun starfsfólks í þverfaglegri teymisvinnu.”
