Hoppa yfir valmynd

Covid Retró

Covid Retró

Í hugbúnaðarþróun er nauðsynlegt að taka gott retróspective eða retró í lok spretta. Þá er horft á hvað var gert vel og hvað hefði betur mátt fara í liðnum spretti. Reynslan og lærdómurinn er tekinn með inn í næsta sprett og markmiðið er ávallt að gera betur og ná ennþá meiri árangri. Retró þarf ekki að vera bundið við hugbúnaðaþróun og tilvalið að nýta góðar aðferðir til að ná árangri hvort sem það er í hugbúnaðaþróun, þjónustu eða framleiðslu.
Hvað gekk vel í Covid?
Hvað hefði mátt gera betur?
Hvernig ætla fyrirtækið að undirbúa sig fyrir næsta sprett?
Verður annar sprettur?
Hvernig lágmörkum við neikvæðu afleiðingarnar og hámörkum það jákvæða?

Spurningarnar eru margar og svörin ennþá fleiri.

Stafræn þjónusta skiptir sköpun
Stafræn þjónusta blómstraði í Covid, ungir sem aldnir prófuðu að versla í matinn á netinu, fólk
verslaði föt, byggingavörur, heimilistæki, nýtti sér bankaþjónustu, streymisveitur og jafnvel live streymi frá þjálfurum og líkamsræktarstöðvum fékk mikið áhorf.
Tíminn sýndi okkur að það er hægt að gera næstum því allt stafrænt! En sumum gekk betur en öðrum að halda í viðskiptavinina, notendur eru kröfuharðir og fyrirgefa lítið þegar kemur að stafrænni þjónustu. Það eru risarnir út í heimi sem eru viðmiðið og afhverju er þjónustan og upplifunin ekki jafn góð og hjá Spotify, Amazon, Apple og Facebook? Covid kennir okkur að til þess að stafræn þjónusta verði langlíf þarf að setja notendaupplifun í fyrsta forgang, lausnin þarf að virka (Alltaf!) og ólíklegt að fá endurtekin viðskipti ef páskalambið kemur ekki með pöntuninni í sendingunni fyrir páska.
Það er tækifæri núna að verða bestur í stafrænni þjónustu, ítra notendaupplifun og velja hvernig þjónustu fyrirtækið ætlar að bjóða upp á í næsta spretti. Að mastera fjarvinnu með trausti Covid kenndi okkur að fjarvinna getur virkað. Margir sátu sína fyrstu fjarfundi og jafnvel fjarvinnustofur þar sem notast var við stafræna töflu. Með fjarfundum þá varð tímastjórnun á fundum betri, fólk mætti síður of seint á fundi og skilvirkni jókst. Þau fyrirtæki sem settu traust sitt á heilindi starfsfólks gekk almennt vel í fjarvinnunni og margir náðu meiri árangri en þegar allir mættu á vinnustaðinn. Það var mjög skilvirkt og umhverfisvænt að labba inn í stofu að vinna frekar en að setjast upp í bíl og keyra. Fyrirtæki með dreifða starfsstöðvar gengu einnig betur og samskipti urðu betri við starfsstöðvar erlendis þegar allir voru í fjarvinnu en ekki bara hluti hópsins. Í fjarvinnu var ekkert mötuneyti og kaffistofan heima við frekar tómleg. Heimilsverkin voru mjög nálægt vinnunni og auðvelt að henda í eina vél á milli funda o.s.frv. Skilin milli vinnu og einkalífs minnkuðu og hvenær er tímabært að loka vinnudeginum heima í stofu? Skýr ábyrgð, góðir ferlar, vel skilgreind verkefni og traust voru lykilatriði hjá þeim fyrirtækjum sem tókst best til í fjarvinnunni.

Línudansinn að stafrænni framtíð

Ótal hlutir gengur vel í Covid, stafræn þjónusta, fríar heimsendingar, heimaæfingar og fjarfundir, símtöl í skyrtu og á náttbuxum voru frábær. En þegar á leið og kom þreyta, að sjá ekki blikið í augunum á mótspilaranum getur ýtt undir misskilning og erfiðleika. Þess vegna er mikilvægt að skoða vel hvað ætti að vera stafrænt og hvað er mikilvægt að sé í eigin persónu. Endurtekin þjónusta og endurtekin vinna er tilvalin í stafrænu formi, það er hægt að spara heilmikinn tíma og fyrirhöfn bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk með stafrænni framtíð. Veljum vel fyrir næsta sprett hvað við viljum að verði stafrænt og hvenær er nauðsynlegt að bjóða upp á þjónustu í eigin persónu.

Þórhildur Edda Gunnarsdóttir eigandi og ráðgjafi hjá Parallel